Jafnréttis- og jafnlaunastefna Nesfisks

Stjórn Nesfisks ehf. hefur samþykkt jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrir fyrirtækið sem nær til allra starfsmanna þess. Stefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði sem og önnur lög sem taka til jafnréttis allra á vinnumarkaði. Markmið stefnunnar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna hjá Nesfiski. Allir starfsmenn Nesfisks skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni, aldri, kynþætti, trúarbrögðum, skoðunum eða kynhneigð. Stefnt er að því að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Stjórnendur setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar.

Nesfiskur hefur gert áætlun í jafnréttismálum til þriggja ára sem miðar að því að ná og viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni. Stjórnendur skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun og vinna að stöðugum umbótum á hvoru tveggja.

Close Menu