Fyrsti báturinn til Suðurnesjabæjar

Fyrir nokkrum dögum síðan þá kom nýr bátur til Sandgerðis
því að Nesfiskur í Garði keyptu á dögunum Betu VE með öllum kvóta eða um 414 tonna kvóta,
Beta VE er kominn með skráninguna Beta GK 36 og þótt báturinn rói frá Sandgerði
þá er þetta fyrsti báturinn sem er skráður í nýja bæjarheitinu.
Suðurnesjabær.    Reyndar í skráningu hjá Samgöngustofu þá stendur að báturinn sé skráður í Garðinum
en aftan á bátnum stendur Suðurnesjabær
báturinn hefur hafið róðra frá Sandgerði  og byrjar rólega eða um 2,5 tonn í 2 róðrum
Close Menu